Veðrið á Þingvöllum 5,3°C S 7 m/s.
23. ágúst 2012

Göngubrú um Kárastaðastíg

Í lok júlí var opnað fyrir umferð um nýja göngubrú niður Kárastaðastíg í Almannagjá.

Göngubrúin var valin úr innsendum tillögum í hönnunarsamkeppni í byrjun árs. Það var Studio Grandi og Verkfræðistofan Efla sem hönnuðu brúna. Framkvæmdir hófust í byrjun maí en þær gengu aðeins hægar en gert var ráð fyrir í upphafi þar sem aðstæður voru töluvert erfiðari í gjáni en búist var við.

Gjáin sem kom í ljós í fyrra og var orsök framkvæmdanna blasir nú við þeim þúsundum gesta sem sækja Þingvelli heim á hverjum degi.


Á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins má finna nánari upplýsingar um framkvæmdina og einnig á heimasíðu Skógræktar ríkisins sem útvegaði timbur í gólf brúarinnar.