Veðrið á Þingvöllum 4,7°C NA 1 m/s.

Janúar skíðaganga

Eitthvað hefur verið af snjó undanfarna daga en veðrið þó alltof óstabílt til hægt væri að troða gönguskíðaspor. Það hófst þó í dag, nú er bara því að krossa fingur og vona að veðrið haldist

Eftir sem áður er best  að leggja bílnum við Vallakrók rétt neðan við Öxarárfoss. 
Þaðan liggur leiðin austur yfir akveginn (361) í átt að Skógarkoti (2 km). 

Frá Skógarkoti er hægt að velja að fara til norðurs í Hrauntún (3 km) og svo aftur til baka. 
Vallakrókur – Skógarkot – Hrauntún – Skógarkot – Vallakrókur = 10 km

Þá var troðið áfram frá Skógarkoti að Tjörnum (2 km)

Ekki var troðið meðfram vegi 361 en sá vegur hefur nú verið lokaður fyrir gegnumtraffík og því er þar mun minni umferð bíla heldur en jafnan áður.

Eftir göngu er tilvalið að fá sér kaffi & með því í gestastofu þjóðgarðsins á Haki.
Þjónustumiðstöðin á Leirum er lokuð en salernin þar opin ef þörf er á.

Við vonumst til að sjá sem flesta!