Veðrið á Þingvöllum 9,6°C SSA 4 m/s.

Viðhald gönguskíðabrauta í þjóðgarðinum

Skíðagöngubrautum viðhaldið í þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Eftir að vel var tekið í göngskíðabraut á Þingvöllum síðustu helgi var drifið í að halda brautunum við.

Eftir sem áður er best  að leggja bílnum við Vallakrók rétt neðan við Öxarárfoss.
Þaðan liggur leiðin austur yfir akveginn (361) í átt að Skógarkoti (2 km).

Frá Skógarkoti er hægt að velja að fara til norðurs í Hrauntún (3 km) og svo aftur til baka.
Vallakrókur – Skógarkot – Hrauntún – Skógarkot – Vallakrókur = 10 km

Athugið að leiðin inn að Tjörnum og til baka meðfram vegi var ekki viðhaldið og er illfær til skíðagöngu. 

Sú leið er merkt með bláum krossi.

Eftir göngu er tilvalið að fá sér kaffi og með því í kaffihúsinu í þjónustumiðstöðinni á Leirum.

Við vonumst til að sjá sem flesta!