Veðrið á Þingvöllum 9,5°C SA 3 m/s.

Gönguskíðaslóð

Í dag var opnuð einföld gönguskíðaslóð í þjóðgarðinum. Troðin var með vélsleða 10 km hringleið frá Furulundi, fyrir neðan Öxarárfoss, austur í gegnum Skógarkot að Tjörnum, þaðan meðfram vegi 361 vestur að Silfru og áfram að Flosagjá. Loks er heimreiðinni frá Þingvallakirkju fylgt aftur að Furulundi.

Brautin er léttilega troðin þannig að líklega hagar hún utanbrautargönguskíðum betur en þó má vel reyna með brautarskíðin. Stefnir þjóðgarðurinn að því að halda þessari slóð við og nú er unnið að því hörðum höndum að hægt verði að gera leiðina með spora.

Vitaskuld er gangandi vegfarendum frjálst að njóta þessarar fornu leiðar sem nú er í fögrum vetrarbúningi inn í Skógarkot

Góða skemmtun