Ferðir Stefnis og Þórs

Árið 2016 hófst samvinnuverkefni Verkís, Náttúrustofu Austurlands (NA) og Wildfowl and Wetland Trust (WWT) sem fólst í að fylgjast með ferðum grágæsa. Voru nokkrar grágæsir merktar með gsm/gps sendum af því tilefni. Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu Verkís hér.

Nú í sumar voru merktar tvær gæsir á Þingvöllum, gæsirnar Stefnir og Thor. Fyrir vikið má nú fylgjast með ferðum þeirra um Þingvelli í sumar en ekki síður nú þegar þær fljúga af landi brott.