Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
18. júní 2020

Merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum. Óskað eftir hönnunarteymi.

Merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum


Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar, merkingakerfi og merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Verkefnið byggir á stefnumarkandi landsáætlun 2019–2029 og verkefnaáætlun 2019–2021 um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Handbókin verður aðgengileg á netinu og er ætluð bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Merkingarnar og merkingakerfið eiga að byggja á fyrri vinnu við merkingar og áður útgefnar merkingahandbækur.

Áhugasamir skulu senda inn umsókn, að hámarki fjórar A4-blaðsíður, þar sem fram koma upplýsingar um hönnunarteymið, fyrri verkefni, menntun, nálgun og hugmyndafræði sem teymið sér fyrir að leggja upp með í verkefninu. Ekki er ætlast til að sýndar séu tillögur að merkingaverkefninu í umsókninni.

Umsóknarfrestur er til 12. ágúst 2020, en gögnum skal skilað rafrænt á netfangið info@honnunarmidstod.is. 

Nánari upplýsingar má einnig nálgast á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar.

Kynningarfundur / fjarfundur um verkefnið verður haldinn mánudaginn 22. júní kl. 12-13.