Veðrið á Þingvöllum 7,7°C SA 5 m/s.
14. júní 2019

Hátíðaguðþjónusta á þjóðhátíðardaginn

Þjóðhátíðardaginn, 17. júní, verður hátíðarguðþjónusta í Þingvallakirkju klukkan 14:00. Minnst er 75 ára afmæli lýðveldisins.
Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar leiðir sönghóp.

Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti Digraneskirkju leikur á orgelið.
Séra Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum vígslubiskup í Skálholti predikar og þjónar fyrir altari.

Gott getur verið að leggja í bílastæði við gömlu Valhöll, P5 en fótlúnir geta vitaskuld keyrt heim að kirkju.