Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
16. september 2014

Haustlitir á Þingvöllum

Haustlitir á Þingvöllum eru nú að ná hámarki. Misjafnt er eftir tíðarfari hve lengi fram eftir hausti hægt er að njóta litadýrðarinnar. Birkið er í mismunandi gulum og grænum tónum og undirgróður og víðir hafa breytt alveg um lit.  Haustlægðir með rigningu og roki geta feykt burtu haustlitunum og því er vissara að njóta þeirra meðan þeir skarta sínu fegursta.

Hægt er að fræðast betur um haustlitina á Vísindavefnum.