Veðrið á Þingvöllum 12,1°C NV 4 m/ s.

Framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins heimsótti Þingvelli

Í gær, mánudaginn 18. mars, heimsótti Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannsambandsins Þingvelli. Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður tók á móti Martin Chungong og föruneyti. Þó megin ástæða heimsóknar framkvæmdastjórans til Íslands hafi verið að heimsækja Alþingi var ákveðið að bregða landi undir fót austur til Þingvalla.

Fyrst var Þingstaðurinn forni sem mótaður er af hreyfingum jarðskorpufleka og áður hýsti reglulegar samkomur Alþingis skoðaður.
  
Þar sem veður var ögn hryssingsleg gerði föruneytið sér einnig far um að skoða nýuppsetta sýningu þjóðgarðsins í gestastofunni. Þar gátu gestir farið yfir sögu alþingis á Þingvöllum frá 930-1798 ásamt því að skoða vel áhrif jarðhræringa á allt svæðið og lífríki Þingvallavatns. 

Nánari upplýsingar um Alþjóðaþingmannasambandið má nálgast á vefsíðu þess og á síðu Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins.