Veðrið á Þingvöllum -5,9°C N 12 m/s.

HEIMSÓKNIR SKÓLAHÓPA TIL ÞINGVALLA

Á hverju vori koma fjölmargir skólahópar í heimsókn til Þingvalla. Starfsfólk þjóðgarðsins tekur á móti nemendum með skipulögðum hætti og kynnt þeim sögu og náttúru Þingvalla. Móttökur eru bókaðar á klukkustundarfresti frá klukkan 09.00 þær vikur sem mest er um að vera á vorin.

Tekið er á móti nemendum við Gestastofuna á Haki þar sem móttakan hefst með stuttri kynningu.  Þaðan er gengið niður Almannagjá að Lögberg og skoðaðar búðarústir meðal annars.   Á leiðinni er fjallað um sögu og náttúru Þingvalla.  Tekið er á móti hópum á öllum aldri frá leikskólastigi að 10. bekk og einnig eldri nemendum ef óskað er eftir.

Þessar móttökur eru skólum að kostnaðarlausu en hægt er að bóka þær á netfanginu thingvellir@thingvellir.is .