7. maí 2012
Heimsóknir skóla til Þingvalla
Heimsóknir skólahópa til Þingvalla
Á hverju vori koma fjölmargir skólahópar í heimsókn tilÞingvalla. Undanfarin ár hefur starfsfólk þjóðgarðsins tekið á móti nemendum með skipulögðum hætti og kynnt þeim sögu og náttúru Þingvalla. Móttökur eru bókaðar á klukkustundarfresti frá klukkan 09.00 þær vikur sem mest er um að vera.
Tekið er á móti nemendum í vor við Valhallarreitinn þaðan sem gengið verður upp í Almannagjá þaðan sem gengið er niður að Lögbergi. Farið er að Flosagjá og aftur að Valhallarreitnum þar sem mótttökunni lýkur. Á leiðinni er fjallað um jarðfræði og sögu staðarins.
Þessar móttökur eru skólum að kostnaðarlausu en hægt er að bóka þær á netfanginu thingvellir@thingvellir.is og fá nánari upplýsingar í síma 482 2660 .