Veðrið á Þingvöllum -0,8°C A 6 m/ s.

Helgihald í dymbilviku og um páska 2016 (1)

 

Helgihald í dymbilviku og um páska 2016

Guðsþjónusta verður í Þingvallakirkju föstudaginn langa, 25.mars kl. tvö eftir hádegi. Margrét Bóasdóttir syngur einsöng. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. Prestur Kristján Valur Ingólfsson.

Á páskadagsmorgunn 27.mars  er árdegismessa við sólarupprás klukkan sjö tuttugu.  Sólarupprás er um klukkan sjö, en sólin þarf sinn tíma til að komast upp yfir fjallsbrún. Eftir messu er einfaldur morgunverður. Prestur er Kristján Valur Ingólfsson.

Á páskadag 27.mars klukkan tvö eftir hádegi er hátíðarmessa. Þar syngur söngflokkur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur hátíðasöngva Bjarna Þorsteinssonar. Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir leikur á fiðlu, Vilborg Lilja Bragadóttir leikur á saxófón. Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson.
Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari.