Helgihald á helgistund

Vert er að vekja athygli á breyttu sniði alls helgihalds þessa páska en það mun taka mið af yfirstandandi samkomubanni vegna veirunnar. 

Mun þó tæknin nýtast til að njóta upplesturs og messu þar sem streymt verður frá viðburðum bæði úr Skálholtskirkju og Þingvallakirkju.

Föstudaginn langa verður streymt frá upplestri Halldórs Haukssonar á Passísálmunum og orgelleiks Jóns Bjarnasonar úr Skálholtskirkju.
Lesturinn verður í þrem hlutum, klukkan 09:00, 13:00 og 16:00.
Hægt verður að fylgjast með streyminu og verður það svo vistað á fésbókarsíðu Skálholtskirkju. 


Útiguðsþjónusta austan við Þingvallakirkju við sólarupprás á páskadagsmorgunn um kl. 5.50. Sólarupprásin er áætluð um kl. 6.15 og verður sungið þangað til geislar sólar ná yfir Hrafnabjörgin. Söngkonan Björg Þórhallsdóttir syngur ásamt öðrum  og Hilmar Örn Agnarsson leikur á ferðaharmoníum. Sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, þjónar og prédikar.

Þessi morgunstund verður í beinni útsendingu á fb síðu Skálholts og síðar þar á myndbandi. Mælt er með því að fólk njóti og taki þátt þar sem hvert og eitt er heima eða í bústað eða úti í náttúrunni og horfi til austurs á sína eigin árdagssól með snjallsímann í hendi. Guð gefi okkur öllum gleðilega páska.

Nánari upplýsingar um helgihald má nálgast á heimasíðu Skálholtskirkju.