Veðrið á Þingvöllum 11,4°C NV 4 m/ s.

Hjartastaðurinn

Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnhúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar mun opna fyrir sýningu á Þingvallamyndum úr einkasafni Sverris Kristinssonar. Er þetta gert í tengslum við 100 ára fullveldis afmæli Íslands.

Hugmyndin er að velta upp áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar og gildi þessa helgistaðar Íslendinga. Listasafnið mun standa fyrir fjölda viðburða í tengslum við þessa sýningu sem opnar föstudaginn 9. febrúar klukkan 18:00 og stendur til 15. apríl.