Veðrið á Þingvöllum 11,9°C SSA 1 m/s.
16. júní 2021

Íslandsmeistaramót í hjólreiðum - Áhrif á umferð

Laugardaginn 19. júní verður haldið Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum á Þingvöllum og nærsvæði þeirra. Búast má því við töfum á svæðinu milli 9-14 þennan dag. Umferðarstýring verður viðhöfð á meðan keppni stendur. Eru vegfarendur beðnir um að taka tillit til keppenda. Keppnin er haldin af Tind í samstarfi við þjóðgarðinn á Þingvöllum, Vegagerðina og lögregluna.

Nánar má lesa um keppnina á heimasíðu Tinds