Veðrið á Þingvöllum 13,1°C VNV 3 m/ s.

Hjólreiðakeppni í þjóðgarðinum 28.maí.

Næstkomandi laugardag, 28. maí, mun Hjólreiðafélagið Hjólamenn halda hina árleguÞingvallakeppni í götuhjólreiðum og hefst keppnin kl. 17.

Þetta er ein elstagötuhjólreiðakeppnin á Íslandi og hjóluð hefur verið nær óbreytt leið síðan á 10.áratug síðustu aldar. Keppendur á síðasta ári voru um 150 og má búast viðsvipuðum fjölda í ár enda mikil gróska í hjólreiðum þessi misserin.

Endamark verður staðsett rétt austan við Silfru á veginum að Vatnsvik. Hjólaðurverður réttsælis hringur innan þjóðgarðsins sem leið liggur að Þjónustumiðstöðinni,austur veginn um Hrafnagjá, framhjá Gjábakka og niður að gatnamótum hjáArnarfelli þar sem tekin er hægri beygja niður í Vatnsvik.

Svo er hjólað vestur með ströndu Þingvallvatns inn að endamarki. Meistaraflokkur karla hjólar 5 hringi, eða85 km, en aðrir flokkar styttra. Reikna má með að hröðustu keppendur ljúki keppnium kl. 19:15 og þeir hægustu um hálftíma til 45 mínútum síðar.

Vegna hjólreiðakeppninar hafa þjóðgarðsvörður og lögregla samþykkt að setjatímabundna einstefnu á vegakaflann frá Arnarfelli að Silfru frá austri til vesturs, þ.e.innakstur inn á þennan vegarkafla er ekki leyfður frá Silfru frá klukkan 17.00-20.00 ál augardaginn..

Þessi ráðstöfun er gerð til að auka öryggi keppenda þar sem vegurinná þessum kafla er mjög þröngur og erfitt að mæta stórum rútum þegar fjöldi keppenda er orðinn jafnmikill og raun ber vitni.