Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
21. nóvember 2019

Rafmagnaður þjóðgarður

Nú eftir að ljóst var að Orka náttúrunnar fékk styrkveitingu úr Orkusjóði til uppbyggingar umhverfisvænan innviða er meðal annars stefnt að uppsettningu hleðslustöðva á Þingvöllum.

Samstarf þjóðgarðsins á Þingvöllum og Orku náttúrunnar, um uppsetningu hraðhleðslustöðvar við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum, var undirritað um daginn af Einari Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsverði og Hafrúnu Þorvaldsdóttur sölustjóra ON.
Uppsettning slíkrar hraðhleðslustöðvar hefur legið fyrir í smá tíma en framkvæmdin dregist þar sem lagning rafstrengs frá Hakinu að þjónustumiðstöð fór á sínum tíma í umhverfismatsáætlun. Þegar nú loks er búið að tryggja rafmagn verður hægt að setja upp 150kwh hraðhleðslustöð.
Samhliða þessu verður unnið að uppsetningu millihleðslustöðva við nýja bílastæðið á Hakinu.

Þjóðgarðurinn fagnar þessu framtaki til grænna innviða og vera nú þokkalega í sveit settur hvað rafmagn varðar.

Nánar um uppbyggingu grænna innviða og hleðslustöðva hjá Orku náttúrunni má lesa hér.