Veðrið á Þingvöllum 13,4°C SSV 3 m/s.

Hringlaga mynstur á yfirborði Þingvallvatns

Uppfært 2.apríl.  Þessi frétt var uppspuni frá rótum í tilefni 1.apríl.

This story is a total fiction due to April fools day 1.April.

Í morgun sáust hringlaga mynstur birtast á yfirborði Þingvallavatns skammt sunnan við ós Öxarár. Svo virðist sem vatnið sé alveg spegilslétt á hringlaga yfirborðinu en gárur umhverfis en hringirnir hreyfast hægt um á yfirborðinu.  Einnig heyrist lágt hátíðnisuð til lands. Nú fyrir hádegi hafa hringirnir sést vel beint til landsuðurs frá Hakinu.  Hans-Ulrich von Falkenburg frá Þýskalandi sá hringina fyrstur og heyrði suðið greinilega þegar hann tók sjálfu/selfie á Hakinu í dag.   Hringirnir sjást vel á mynd hans.

Eftir að hafa tekið myndina og kíkt á afraksturinn brá honum óneitanlega og tilkynnti starfsfólki þjóðgarðsins. Ekki er vitað hvað veldur þessu fyrirbæri. Heimamenn sem þekkja vel til vatnsins kannast ekki við slík mynstur.

Ekki er langt síðan að undarlegar hornréttar línur í ísnum á Þingvallavatni vöktu heimsathygli.  Þær voru skýrðar með ísbroti en líklega þarf að endurskoða þær skýringar vegna þessara nýju fyrirbæra.  Hringirnir sjást best frá útsýnispallinum við gestastofuna en þar fylgjast landverðir grannt með fyrirbærinu og róa ferðamenn.  Sérfræðingar og yfirvöld voru látin vita strax í morgun og eru þau á leiðinni til Þingvalla.