Forseti Indlands heimsótti Þingvelli

Að mörgu þurfti að huga og talsvert bættist við umferðina á Þingvöllum þegar að forseti Indlands Shri Ram Nath Kovind og kona hans Savita Kovind heimsóttu Þingvelli í gær. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid forsetafrú og Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður tóku á móti hjónunum. Horft var yfir Almannagjá og þingstaðinn forna ofan frá útsýnispallinum við Hakið. Rætt var um sögu og jarðfræði staðarins áður en leið lá niður að Þingvallabæ þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð til hádegisverðar.