Veðrið á Þingvöllum 3,5°C SSV 5 m/s.
2. mars 2021

Jarðskjálftahrina og aðgerðir á Þingvöllum

Vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir var lýst yfir hættuástandi á Reykjanesskaga, Höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu. Fólk er því beðið um að hafa varann á og varast brattar brekkur. Ekki hefur orðið verulega vart við skjálftana á Þingvöllum. Þó var brugðið á það ráð að vara fólk við þegar farið er í gjárnar á Þingvöllum. Standa nú viðvörunarskilti við helstu innganga í og við Almannagjá.
Engar gönguleiðir eru lokaðar en gott að hafa varan á.