Veðrið á Þingvöllum 11,9°C SSA 1 m/s.
21. desember 2020

Jólatré í Þingvallakirkju

Jólatré var sett upp í Þingvallakirkju í dag. Undanfarin ár hefur það jafnan verið samstarfsverkefni fulltrúa úr sóknarnefnd Þingvallarkirkju og frá þjóðgarðinum með fjölskyldum sem sækja tré úr þjóðgarðinum, koma því upp og skreyta. Heitt kakó, kaffi og piparkökur voru með í för þegar rauðgreni var sótt i Hallinn undir Hrafnagjá.

Þrátt fyrir kalda norðanátt var bjart og gekk vel að finna tré sem allir sameinuðust um að skreyta í Þingvallakirkju.
Vegna Covid19 faraldursins verður helgihald með öðru sniði um hátíðarnar en á næstu dögum skýrist dagskráin endanlega og verður kynnt.