Veðrið á Þingvöllum 11,0°C SSA 2 m/ s.

Kort yfir snjóhreinsun

Síðustu ár hefur vetrarþjónusta verið aukin í þjóðgarðinum á Þingvöllum í takt við fjölgun ferðamanna.  Gestastofan og salernin við Hakið eru opin alla daga ársins og því hefur snjómokstur aukist undanfarin ár.  Helstu gönguleiðir frá Almannagjá að Silfru eru ruddar og sandaðar eftir þörfum.  

Á þessu korti má sjá þær leiðir sem sandaðar eru og ruddar.  Ekki eru aðrar leiðir hreinsaðar en þær sem sjást á kortinu.  Verktakinn og starfsmenn þjóðgarðsins meta hve oft þarf að hreinsa.  Reynt er að ljúka snjóhreinsun og söndun eins snemma og hægt er eftir aðstæðum á morgnana.  

Þrátt fyrir að grannt sé fylgst með veðurspám getur oft verið erfitt að bregðast við en aðstæður geta breyst á hverjum degi þegar skiptist á snjókoma, þíða og frost.  Munur á aðstæðum í Reykjavík og á Þingvöllum koma einnig mörgum á óvart. Því er mikilvægt að kynna sér aðstæður vel og meta hvort eða hvaða leið er valin með tilliti til getu hvers ferðahóps fyrir sig og brýna fyrir ferðamönnum að fara með gát þegar farið er um þingstaðinn forna.  Mælt er með góðum skóbúnað og notkun mannbrodda á skó þrátt fyrir að snjóruðning og söndun.