Veðrið á Þingvöllum 7,9°C V 2 m/ s.

Kaflaskil hjá séra Kristjáni Val

Síðastliðin sunnudag, fjórða ágúst, stýrði séra Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup sinni síðustu messu á Þingvöllum. Messan var haldin í blíðskaparveðri við Skötutjörn eins og Kristján Valur hefur haft sið til á sunnudegi um Verslunarmannahelgi.
Nú sem jafnan stýrði organistinn Guðmundur Vilhjálmsson tónlist.

Kristján Valur hefur þjónustað Þingvelli síðan vorið 2004, stýrt messum yfir sumartíma, á jólum, nýju ári og svo upprisumessu á páskum svo eitthvað sé nefnt.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur átt í einstaklega góðu samstarfi við Kristján Val og þakkar honum kærlega fyrir sína aðkomu en jafnframt velfarnaðar í nýjum verkefnum.