Veðrið á Þingvöllum 11,4°C NV 4 m/ s.

Landlíkan fært út á stétt

Landlíkanið vinsæla við Gestastofuna á Hakinu er einn af vorboðunum á Þingvöllum.  Það er geymt innandyra yfir háveturinn en sett út þegar snjó hefur tekið upp og líkur til að vetur sé á undanhaldi.  Í gær var líkaninu komið fyrir utan við Gestastofuna þar sem það nýtist gestum þjóðgarðsins til að skilja landslagið á vatnasviði Þingvallavatns.

Líkanið er smíðað af Sigurði Halldórssyni módelsmið á Laugarvatni sem rekur fyrirtækið Módelsmíði ehf.  Sigurður hefur smíðað líkön um langt árabil af landsvæðum á Íslandi en einnig líkön sem seld eru erlendis.