Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
22. júlí 2021

Landvarðaganga á laugardegi - Lífið við vatnið

Landvarðaganga laugardagsins hefst við Vatnskot klukkan 13:00.
Strandlengja Þingvallavatns býður upp á samspil fallegrar náttúru og samspil hennar við búskap mannsins.

Lítt snortin gróðursvæði blandast við manngert umhverfi fyrritíma búsetu í og við nágrenni Þingvallavatns.
Fjölbreyttur gróður gleður augað og mun vafalaust kalla fram einhverja samræður gesta við landvörð.

Gangan er létt og lítið um hækkanir en yfirborð getur verið vætusamt.
Farið er frá Vatnskoti að Tjörnum og þaðan að Skógarkoti áður en Vatnskotsgötu er fylgt aftur að upphafsstað