Veðrið á Þingvöllum 13,1°C VNV 3 m/ s.

Leigusamningur við Landsamband hestamanna endurnýjaður

Leigusamningur vegna Skógarhóla endurnýjaður við Landssamband hestamannafélaga

Þann 23.mars síðastliðinn endurnýjaði Þingvallanefnd ogLandssamband hestamannafélaga (LH) leigusamning um Skógarhóla innan þjóðgarðsins á Þingvöllum, sem áningar- og dvalarstað fyrir hestamenn.

Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður og Haraldur Þórarinsson formaður LH undirrituðu saminginn.Landssamband hestamannafélaga hefur um langt árabil haft aðstöðuna á leigu en saga landsmóts hestamanna er nátengd Þingvöllum og Skógarhólum.

Landsmót voru haldin á Þingvöllum frá 1950 á átta ári fresti. Fyrsta mótið var haldið þar sem þjónustumiðstöð þjóðgarðsins er staðsett í dag en síðar voru mótin flutt að Skógarhólum. Síðasta landsmót var haldið 1978 en síðan þá hafa Skógarhólar verið einn af vinsælustu hestaáningastöðum landsins.

Nánar má fræðast um sögu landsmóta hér og kynna sér reiðleiðir innan þjóðgarðsins hér.