Veðrið á Þingvöllum 11,9°C SSA 1 m/s.
9. júlí 2021

Lífið við vatnið

Á morgun, laugardaginn 10. júlí, leiðir landvörður gesti þjóðgarðsins í göngu meðfram norðurströnd Þingvallvatns. 
Gangan hefst klukkan 13:00 frá Vatnskoti. Mælt er með þokkalegum skóm þó gangan sé auðveld yfirferðar. 

Þingvallavatn er undraheimur í mótun. Fjölbreytt fuglalíf og gróður í og við vatnið heillar alla. Fræðslugangan með landverði þennan laugardag tekur á þessu samspili náttúrunnar og þrautseigju íbúa í og við vatnið. 

Ætla má að ganga taki um þrjár klukkustundir þar sem gengið er frá Vatnskoti að Tjörnum, þaðan í Skógarkot og endað aftur við Vatnskot.