Veðrið á Þingvöllum 11,4°C NNA 1 m/s.

Lögbergslínan löguð

Í gær féll línan úr fánastönginni á Lögbergi. Í dag var því ekki annað hægt að gera en að fella stöngina, þræða línuna aftur í og svo heysa upp fánann.

Það að fella 12 metra háa fánastöng sem er úr gegnheilli furu krefst allaveganna viðveru fjögurra starfsmanna, kúbeins, stiga og smá vírbúts.