Veðrið á Þingvöllum -8,7°C SV 1 m/s.

Óveður á Þingvöllum.

Vegna veðurhamsins komast starfsmenn þjóðgarðsins ekki til Þingvalla fyrr en veðrið gengur niður í dag.  Af þeim sökum má búast við að gestastofa og þjónustumiðstöð opni ekki fyrr en í fyrsta lagi uppúr hádegi eða þegar vind tekur að lægja eftir hádegi.

Uppfært:  Starfsmenn komust til Þingvalla fljótlega upp úr hádegi þegar veður gekk aðeins niður. Á  svipuðum tíma fóru ferðamenn að birtast að venju á Þingvöllum.