Veðrið á Þingvöllum 11,4°C NV 4 m/ s.

Lokun Þingvallavegar 24.04.2019

TILKYNNING UM FRAMKVÆMDIR

ÞINGVALLAVEGUR (36) UM ÞJÓÐGARÐINN

Nú er að hefjast seinni hluti framkvæmda við endurbætur á Þingvallavegi
, frá Þjónustumiðstöðinni á Leirum og að vegamótum við Vallaveg.
Vorið 2019 verður Þingvallavegi (36) lokað fyrir allri umferð frá og með miðvikudeginum 24. apríl 2019. Búast má við að veginum verði lokað fram á haust.
Bent er á að veginum verður lokað austan við Þjónustumiðstöðina þ.a. aðgengi að miðstöðinni sjálfri verður óbreytt.

Áður en framkvæmdir hefjast verður Vallavegur (361) lagfærður eins og hægt er, en bent er á að vegurinn er mjór og hentar illa fyrir stærstu bíla.

Vegagerðin óskar eftir því að ferðaþjónstufyrirtæki noti minni bíla, eins og kostur er, á meðan framkvæmdir standa yfir.

Myndin sýnir hjáleið um Vallaveg (grænn) á meðan Þingvallavegur (rauður) er lokaður.