Veðrið á Þingvöllum 11,4°C NV 1 m/ s.

Lundi í Almannagjá

 

Margir ráku upp stór augu á Þingvöllum þegar nokkrir lundar sáust á brún Almannagjár í morgun.  Ferðamenn tóku margar myndir af þessum fallega fugli sem leyfði þeim að komast mjög nærri. Gertrud Glucklich Von Lund frá Austurríki var himinlifandi þar sem hún hafði komið til landsins að sjá norðurljós, lunda og Gullna hringinn.  Hún reiknaði fastlega með að sjá norðurljósin á Geysi seinna í dag.

Lundi eru einn algengasti fugl landsins við sjávarsíðuna en ekki er algengt að sjá hann svo langt inn í landi.  Fuglafræðingar telja að hlýnun andrúmsloftsins og sjávar skýri þessa breytingar.
Líklegast er þó að mikil fjölgun ferðamanna á undanförnum árum hafi breytt hegðun, atferli og framkomu lundans.  Fuglafræðingar hafa fengið fjölmargar tilkynningar á undanförnum misserum um að lundinn sjáist á nýjum stöðum langt frá hefðbundnum heimkynnum sínum.

Uppfært: Vinsamlegast athugið að þessi frétt var 1.apríl gabb.