Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
25. júní 2020

Malbikunarvinna í þjóðgarðinum föstudaginn 26.júní

Á morgun föstudaginn 26.júní er stefnt að malbikunarvinnu í þjóðgarðinum.  Stuttur kafli fyrir framan þjónustmiðstöðina á Leirum verður malbikaður og verður umferðarstýring framhjá á meðan vinnu stendur.  Einnig verður malbikaður Vallavegur 362 frá gatnamótum niður að bílastæði fyrir neðan Almannagjá.  Þeim vegi verður lokað á meðan framkvæmdum stendur.  Gestum er bent á að nota bílastæði við Valhöll eða Hakið til að heimsækja þingstaðinn forna.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 18:00.

 

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.