Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
2. október 2019

Málþing á Þingvöllum

Laugardaginn 5.október verður haldið málþing í gestastofu þjóðgarðsins á Hakinu þar sem fjallað verður um skráningarvinnu í tengslum við fornleifar á Þingvöllum. Sagt verður frá notkun nýrrar tækni við vinnslu á útlínum búðatófta og fornleifaskráningu.  Þá verður fjallað um nauðsyn minjaskráningar og hvernig notkun landupplýsingakerfa og vefsjáa nýtist til miðlunar fyrir fræði- og leikmenn til að nálgast upplýsingar um þjóðgarðinn.
Í lok málþingsins fer fram formleg afhending örnefnaskráningar þjóðgarðsins til Landmælinga Íslands og svo opnun nýrrar vefsjár þjóðgarðsins.

Staðsetning: Gestastofa þjóðgarðsins á Þingvöllum á Hakinu
5.október 2019

Dagskrá
13:00 – 13:10 Málþing opnun.
Einar Á.E.Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum
13:10 – 13:50 „Hvað höfum við gert? – Fornleifaskráning á Þingvöllum“
Margrét Hrönn Hallmundardóttir fornleifafræðingur
13:50 – 14:30 „Eyðibyggðin á Þingvöllum“
Gunnar Grímsson nemi í fornleifafræði
14:30 – 14:50 „Mögulegar fornleifar neðanvatns á Þingvöllum“
Kevin Martin neðansjávarfornleifafræðingur
Kaffi: 14:50 – 15:05. 
15:05 – 15:25 Fornleifaskráning: Aðferðir og miðlun“
Oddgeir Isaksen Minjastofnun
15:25 – 15:45 „Örnefnaskráning í þjóðgarðinum
Einar Á. E. Sæmundsen  
15:45 Opnun örnefnavefsjár
16:00 Málþingi slitið.