Veðrið á Þingvöllum 5,3°C S 7 m/s.
7. ágúst 2012

Myndatökur vegna þingstaðaverkefnisins á Þingvöllum

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur undanfarin ár tekið þáttí verkefni sem kallast - Thing Project - þingstaðaverkefninu sem miðar að því að tengja saman forna þingstaði í Norður-Atlantshafi.

Í vikunni sem leið voru stödd á Þingvöllum skoski ljósmyndarinn Frank Bradford og Eileen Brooke Freeman frá Hjaltlandseyjum að taka ljósmyndir og myndskeið sem notuð verða í útgáfur á vegum verkefnisins og á heimasíðuna www.thingsites.com

Á nokkrum ljósmyndum sátu fyrir félagar úr víkinga-félaginu Rimmugýgur úr Hafnarfirði og vöktu þeir mikla athygli gesta fyrir glæsilega búninga og skörulega framkomu. Einnig brugðu nokkrir starfsmenn þjóðgarðsins sér í gervi gesta á Þingvöllum á þjóðveldisöld.