Veðrið á Þingvöllum 5,4°C S 6 m/s.
15. janúar 2014

Myndband um öflun viðar í nýja brú á Þingvöllum

Á heimasíðu Skógræktar ríkisins má sjá fróðlegt myndband sem Gísli Már Árnason, fyrrverandi starfsmaður Skógræktar ríkisins á Vesturlandi, setti saman um skógarhögg og viðarvinnslu. Í myndbandinu sést þegar tré eru felld og hvernig þau eru unnin í borðvið sem nýttur var í göngubrú yfir sprunguna sem opnaðist efst í Almannagjá mars 2011.

Brúin var opnuð í júlí 2012 og líklega hafa nálægt ganga hundruðir þúsunda gesta á hverju ári  niður gjánna síðan þá. Göngubrúin var valin úr innsendum tillögum í hönnunarsamkeppni en það var Studio Grandi og Verkfræðistofan Efla
sem hönnuðu brúna.