Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
17. október 2019

Námskeið í áhættumati

Síðustu tvo daga hefur verið tveggja daga vinnustofa í gerð áhættumats fyrir starfsfólk Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs. Einnig hefur verið þáttakandi frá Landsbjörg í tengslum við slysavarnir ferðamanna auk Hanne Nymann frá Grænlandi sem er hér í boði bandaríska sendiráðsins.

Jennifer Proctor úr deild áhættumats hjá Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna hefur stýrt vinnustofunni og deilt með þáttakendum aðferðum sínum hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna. Námskeiðið hefur verið einkar gagnlegt og gefið stofnunum ný verkfæri til að meta aðstæður í þjóðgörðum og friðum svæðum hér á landi.

Vinnustofunni var komið á með samstarfi Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins, Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, þjóðgarðsins á Þingvöllum og  Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna.