Veðrið á Þingvöllum 3,7°C ANA 3 m/s.
27. apríl 2021

Lokað yfir Öxarárhólma

Vatnavextir síðustu vikna grófu talsvert undan eystri brúarenda göngubrúar yfir í Öxarárhólma. Brúin er því orðin verulega óstöðug og ekki annað hægt en að loka leiðinni þangað til viðgerðum er lokið.

Brýrnar sem samtals eru þrjár tengja leiðina milli Lögbergs og Flosagjár og voru settar niður árið 1994. 

Aðrar leiðir eru þó vel færar á milli þessara vinsælu áfangastaða á Þingvöllum. Þægileg hringönguleið gæti t.d. verið að leggja bílnum við Fossplan (P2) rétt undir Öxarárfossi, ganga þaðan í Almanannagjá og svo loks þar sem Valhöll stóð eitt sinn (P5). Þá er hægt að ganga heim að Þingvallakirkju, þá loks Flosagjá og svo aftur á Fossplan. 
Það tekur um 50 - 60 mínútur að ganga þennan hring. Einnig er hægt að skoða fleiri gönguleiðir í vefsjá þjóðgarðsins.