Veðrið á Þingvöllum 9,4°C SSA 5 m/ s.

Líffræðingar við rannsóknir í Þingvallavatni

Líffræðingar við rannsóknir í Þingvallavatni

Í gær sinntu vísindamenn Háskólans á Hólum rannsóknum í
Ólafsdrætti þar sem kuðungbleikjan hrygnir í júlí-ágúst. Verið var að
ná í hrygnandi bleikjur og mynda afkvæmahópa, sem síðan eru fluttir
til rannsókna í aðstöðu háskólans í Verinu á Sauðárkróki. Verkefnið 
snýst um athugun á mismunandi atferli bleikjuafbrigða og með
hvaða hætti atferli þeirra mótast af getu þeirra til að læra.
David Ben haims dósent við Háskólann á Hólum stýrir verkefninu.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Háskólinn á Hólum hafa um árabil átt
mjög gott samstarf um líffræðrannsóknir í Þingvallavatni. Rannsóknirnar
hafa mikið til snúist um að auka skilning á vistfræði og þróun
bleikjuafbrigðanna; gjámurtu (dvergbleikju), kuðungableikju, murtu og
sílableikju, sem og afbrigða hornsíla í vatninu.