Veðrið á Þingvöllum 9,7°C SSA 8 m/ s.

Reynt að finna þingstað undir bílastæði.

Bærinn Dingwall í Skotlandi er þátttakandi í þingstaðaverkefninu sem staðið hefur yfir síðustu ár.

Bæjarbúar fylgjast nú með fornleifarannsókn sem stendur yfir á bílastæði í hjarta bæjarins en vonir standa til að finna þar leifar hins forna þingstaðar sem gefur bænum nafnið Dingwall.

Þetta er fyrsta rannsókn á þingstað frá víkingatíma í Skotlandi og hafa verið notað fjarsjármælingar til að kanna jarðlög undir bílastæðinu en nú hefur verið grafinn skurður þvert yfir bílastæðið.

Rannsóknin hefur vakið athygli og birst fréttir af henni í fjölmiðlum í Skotlandi.

Hér má finna viðtal við Dr. Oliver Grady fornleifafræðing þar sem hann lýsir uppgreftrinum og fleiri myndir frá rannsókninni og öðrum stöðum í þingstaðaverkefninu.