Veðrið á Þingvöllum -5,2°C Logn 0 m/ s.

Samningur vegna byggingar gestastofu á Hakinu undirritaður

 

Föstudaginn 10.febrúar 2017 var verksamningur um byggingu gestastofu á Hakinu undirritaður. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður f.h. verkkaupa og Eggert Jónsson framkvæmdastjóri Þarfaþings ehf, sem verktaki, undirrituðu samninginn í húsakynnum FSR. Framkvæmdir við aðstöðuplan, aðkomuslóða og grunn hafa gengið vel í vetur, en ekki var reiknað með að hægt yrði að halda uppi framkvæmdum yfir veturinn, en hagstætt veðurlag hefur boðið upp á það.. Verktaki mun hefja framkvæmdir við sjálfa bygginguna í mars 2017 og verklok verða 15.apríl 2018 samkvæmt samningnum en gæti lokið fyrr vegna stöðu verksins eftir veturinn.