Veðrið á Þingvöllum 9,4°C SSA 5 m/ s.

Þingvellir í Kaupmannahöfn

Í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna, opnaði í gær sýning í ráðhúsi Kaupmannahafnar á þjóðgörðum víðs vegar um heiminn. Sýningin stendur yfir frá 24.-31. október og er öllum opin. Gert er ráð fyrir að um 2000 gestir sæki sýninguna á dag og að heildarfjöldi gesta verði því um 16 þúsund manns. Sýningin er skipulögð af KUKS samtökunum, Komiteen for Udlandsforeningers Kulturelle Samvirke, en þátttaka Íslands er samstarfsverkefni sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn og Þjóðgarðsins á Þingvöllum.