Veðrið á Þingvöllum 3,7°C ANA 3 m/s.
25. júlí 2017

Skátar á Þingvöllum

Næstu daga fram á föstudag munu Þingvellir iða af lífi þar sem nærri 400 skátar hafa tekið sér bólfestu á einu af tjaldstæðum þjóðgarðsins. Er þetta í tengslum við alþjóðamót skáta World Scout Moot 2017.

Í samstarfi við þjóðgarðinn munu skátarnir svo nýta tíma sinn hér við leik, fræðslu og sjálfboðaliðastörf í þágu Þingvalla. Enginn efast um að vinnuframlag þeirra muni telja heilmikið á næstunni. 
Fyrir vikið þarf þó eitthvað að takmarka umferð annarra gesta en skáta inn á Syðri-Leirar þar sem höfuðstöðvar þessa fjölda verður.