Veðrið á Þingvöllum °C m/s.

Skíðaganga á Þingvöllum

Opnaðar hafa verið skíðagöngubrautir í þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Best er að leggja bílnum við Vallakrók rétt neðan við Öxarárfoss.
Þaðan liggur leiðin austur yfir akveginn (361) í átt að Skógarkoti (2 km).

Frá Skógarkoti er hægt að velja að fara til norðurs í Hrauntún (3 km) og svo aftur til baka.
Vallakrókur – Skógarkot – Hrauntún – Skógarkot – Vallakrókur = 10 km

Einnig er hægt að halda áfram til austurs í átt að Tjörnum (2 km) og fara þaðan vestur eftir vegi 361 að Flosagjá/Peningagjá, fara þar yfir brúna og fylgja svo veginum norður aftur að Vallarkróki (5 km).
Vallakrókur – Skógarkot – Tjarnir – Flosagjá – Vallakrókur = 9,5 km

Eftir göngu er tilvalið að fá sér kaffi og með því í kaffihúsinu í þjónustumiðstöðinni á Leirum.

Við vonumst til að sjá sem flesta!