Veðrið á Þingvöllum 13,1°C VNV 3 m/ s.

Skíðaganga í april

Snjór = Gönguskíðabraut

Í dag féll talsverður snjór og búið er að troða fyrir gönguskíðabraut á Þingvöllum, brautunum við.

Eftir sem áður er best  að leggja bílnum við Vallakrók rétt neðan við Öxarárfoss. 
Þaðan liggur leiðin austur yfir akveginn (361) í átt að Skógarkoti (2 km). 

Frá Skógarkoti er hægt að velja að fara til norðurs í Hrauntún (3 km) og svo aftur til baka. 
Vallakrókur – Skógarkot – Hrauntún – Skógarkot – Vallakrókur = 10 km

Þessu til viðbótar var troðið áfram frá Skógarkoti að Tjörnum (2 km) og frá Tjörnum vestur að Vatnskoti meðfram vegi 361 (2 km).
Þaðan er svo best að fara sömu leið til baka. 

Það ætti því að vera hægt að fara allt að 21 km á Þingvallasporunum


Eftir göngu er tilvalið að fá sér kaffi & með því í þjónustumiðstöðinni á Leirum.

Við vonumst til að sjá sem flesta!