Skíðagöngubraut á Þingvöllum í mars - UPPFÆRT 27. MARS

UPPFÆRT 27. MARS
Það snjóaði og skóf í nótt en brautin verður tilbúin um 15:00 í dag.

Varðandi leiðina:
Best að leggja bílnum við Vallakrók rétt neðan við Öxarárfoss.
Þaðan liggur leiðin austur yfir akveginn (361) í átt að Skógarkoti (2 km).

Frá Skógarkoti er hægt að velja að fara til norðurs í Hrauntún (3 km) og svo aftur til baka.
Vallakrókur – Skógarkot – Hrauntún – Skógarkot – Vallakrókur = 10 km

Þessu til viðbótar var troðið áfram frá Skógarkoti að Tjörnum (2 km)

Ekki var troðið meðfram vegi 361 en sá vegur hefur nú verið lokaður fyrir gegnumtraffík og því er þar mun minni umferð bíla heldur en jafnan áður.