Veðrið á Þingvöllum 10,1°C SSA 5 m/s.
9. júní 2021

Fjölmennt á Þingvöll að vori

Eitt af okkar skemmtilegri verkefnum í þjóðgarðinum á Þingvöllum er móttaka skólahópa frá öllum stigum skólakerfisins.
Þessu verkefni sinnum við allt árið en þó er maí & og júní eða rétt fyrir skólalok. Síðastliðina tvo mánuði hafa 1139 nemendur sótt þingstaðinn forna heim og notið fræðslu hér í þjóðgarðinum.
Við höfum vonandi frætt þau um Þingvelli, heimsminjar, sögu og náttúru. Börnin hafa síðan frætt okkur um hvernig má horfa á staðinn í gegnum barnsaugun: t.d. með því að sjá forynjur og tröll úr klettaveggjum eða taka eftir nýútsprungnum litlum blómum.