Veðrið á Þingvöllum 10,1°C SSA 5 m/s.
4. júní 2021

Skundum á Þingvöll og treystum...

Fjöldi skólaheimsókna er nú á Þingvöllum. Ljúfur og þróttmikill sumarboði fyrir önnum kafið starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum. Vor hvert heimsækja fjöldi skólabarna þingstaðinn forna og fá fræðslu frá landvörðum þjóðgarðsins. 

Er þetta ágætis upphitun fyrir komandi sumardagskrá Þingvalla en í sumar verður boðið upp á þriggja tíma göngur alla laugardaga sem hefjast klukkan 13:00. Þá verður ganga um þingstaðinn í boði á virkum dögum í sumar klukkan 14:00.

Kvöldgöngur á Þingvöllum hefjast svo 24. júní og verða alla fimmtudaga út júlí. Göngurnar hefjast allar á gestastofu Haki klukkan 20:00. Fengnir verða fyrirlesarar með fjölbreyttan fróðleik og má búast við skemmtilegri göngu.