Veðrið á Þingvöllum 9,6°C SSA 8 m/ s.

Stefnumörkun frestur til 1. nóvember

Þingvallanefnd lagði fram stefnumörkun fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum í tengslum við tilnefningu Þingvalla á heimsminjaskrá árið 2004. Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurskoðun stefnumörkunarinnar enda hafa ýmsar forsendur breyst, ekki síst vegna stóraukins fjölda gesta.

Tillögu að að endurskoðaðri stefnumörkun má sjá á vef þjóðgarðsins, www.thingvellir.is. Óskað er eftir athugasemdum og ábendingum um efni tillögunnar og gefinn frestur til 1.nóvember.

Til að kynna efni tillögunnar verður fundur þann 18.október í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands að Suðurgötu, kl 15.00 til 16:30. Þar verða dregin fram helstu efnisatriði sem breyst hafa við endurskoðunina og spurningum svarað. Allir eru velkomnir á fundinn.