Veðrið á Þingvöllum 7,0°C ANA 2 m/s.

Stutti stígur lokaður 07.08-14.08.

Stöðugar framkvæmdir eru núna í gangi í þjóðgarðinum. Ein þeirra er lagfæring Stutta stígs sem liggur milli Kárastaðastígs og Valhallarreits (P5). Vegna þessa verður að loka stígnum við útsýnispallinn í hallanum þannig að ekki verður gangfært þarna á milli. Gestir geta vitaskuld gengið frá P5 til norðurs í átt að Lögberg og svo fylgt Kárastaðastíg norður í átt að gestastofunni að Haki.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.