Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
14. nóvember 2019

Umgengisreglur um Þingvallakirkju

Þingvallanefnd samþykkti á fundi sínum í gær nýjar umgengnisreglur í Þingvallakirkju.

Í nýjum umgengnisreglur verður ekki heimilt  að dreifa hrísgrjónum, confetti, rósarblöðum eða öðru svipuðu í kirkjunni eða  fyrir utan hana og allar skreytingar í eða við kirkjuna óheimilar nema með samþykki þjóðgarðsvarðar eða sóknarprests. Óheimilt verður að kveikja á kertum innandyra nema á altari og óheimilt að tendra á kerti utandyra og öll neysla veitinga bönnuð í kirkjunni. Þessar reglur eru settar í kjölfar atviks sem varð í Þingvallakirkju í byrjun október mánaðar þegar eldur úr skreytingu sem sett hafði verið upp af gestum í kirkjunni í athöfninni komst í einn gest við brúðkaupsathöfn en var snarlega slökktur af presti í athöfninn án mikils skaða.

Á fundinum fór þjóðgarðsvörður yfir verklag starfsmanna þjóðgarðsins við athafnir í kirkjunni. Fram til þessa atviks hafa ekki verið formfastar reglur um umgengni í Þingvallakirkju og  verklag  þjóðgarðsins eingöngu falist í að gera kirkjuna tilbúna fyrir athöfn, þrífa hana og opna og taka á móti presti.  Starfsmenn þjóðgarðsins hafa ekki verið inni í kirkju á meðan athöfn stendur.  Starfsmaður er fyrir utan kirkju  til að stýra umferð ferðamanna en oft er mjög mikill ágangur þeirra við kirkju á meðan athöfn stendur.  Reynt að fara inn í kirkju og legið á gluggum.  Þegar umrætt atvik var fylgdi starfsmaður þjóðgarðsins þessu verklagi í einu og öllu og var ekki inni í kirkju og bar því ekki ábyrgð á þessu atviki að nokkru leyti.

Eftirliti með nýjum umgengnisreglum verður bætt inn í verklag starfsmanna sem verða við Þingvallakirkju eftirleiðis.  
Reglurnar má nálgast hér.